Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 21:30
Brynjar Ingi Erluson
England: Mateta kom Palace aftur á sigurbraut
Jean-Philippe Mateta skoraði flott mark
Jean-Philippe Mateta skoraði flott mark
Mynd: EPA
Ipswich Town 0 - 1 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta ('60 )

Crystal Palace marði sigur á Ipswich Town í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Portman Road í kvöld.

Það var fremur jafnt með liðunum og nokkuð rólegt yfir þessu í fyrri hálfleiknum.

Undir lok hans komu tvö góð færi. Eberechi Eze kom sér í lúxus-stöðu þar sem hann hefði átt að skora en Wes Burns kom til bjargar á síðustu stundu.

Þá átti Harrison Clarke fínasta skalla sem Dean Henderson gerði vel að verja.

Eina mark leiksins gerði Jean-Philippe Mateta þegar hálftími var til leiksloka. Hann tók tvöföld skæri á Jacob Greaves sem varð til þess að varnarmaðurinn féll í grasið. Mateta keyrði því næst inn í teiginn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Arijanet Muric og í netið.

Mateta gat gert endanlega út um leikinn á lokamínútunum en Muric sá við honum.

Sem betur fer fyrir Mateta dugði þetta eina mark fyrir Palace sem var að vinna sinn fyrsta leik síðan í lok október. Palace er í 16. sæti með 12 stig en Ipswich í næst neðsta sæti með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner