Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lagði upp sigurmarkið með slitið krossband
Mynd: EPA

Riqui Puig, leikmaður LA Galaxy, mun missa af úrslitaleik MLS deildarinnar þar sem hann er með slitið krossband.


Það er ótrúlegt að segja frá því að hann sleit krossband í undanúrslitunum þegar liðið lagði Seattle Sounders.

Hann kláraði leikinn þrátt fyrir að hafa meiðst hálftíma fyrir leikslok. Hann gerði gott betur því hann lagði upp sigurmarkið á Dejan Joveljic á 85. mínútu.

LA Galaxy mætir New York Red Bulls í úrslitum á laugardagskvöldið en New York lagði Dag Dan Þórhallsson og félaga í Orlando City í undanúrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner