Riqui Puig, leikmaður LA Galaxy, mun missa af úrslitaleik MLS deildarinnar þar sem hann er með slitið krossband.
Það er ótrúlegt að segja frá því að hann sleit krossband í undanúrslitunum þegar liðið lagði Seattle Sounders.
Hann kláraði leikinn þrátt fyrir að hafa meiðst hálftíma fyrir leikslok. Hann gerði gott betur því hann lagði upp sigurmarkið á Dejan Joveljic á 85. mínútu.
LA Galaxy mætir New York Red Bulls í úrslitum á laugardagskvöldið en New York lagði Dag Dan Þórhallsson og félaga í Orlando City í undanúrslitum.
Riqui Puig tore his left ACL in the second half of the Western Conference final against Seattle Sounders.
— B/R Football (@brfootball) December 2, 2024
He continued to play and in the 85th minute assisted the winner to send LA Galaxy to the MLS Cup final ???? pic.twitter.com/FKEbPQR4D4