29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 04. janúar 2022 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tímabilið langt fram úr væntingum - „Erfitt en geggjuð upplifun"
Kvenaboltinn
Diljá Ýr
Diljá Ýr
Mynd: BK Häcken
Á landsliðsæfingu í haust.
Á landsliðsæfingu í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers gekk í raðir BK Häcken fyrir tímabilið 2021 frá Val. Häcken var ríkjandi meistari í Svíþjóð þegar Diljá samdi við liðið.

Diljá er tvítug og getur leyst nokkrar sóknarstöður á vellinum. Hún ræddi við Fótbolta.net um tímabilið.

„Þetta var mjög skemmtilegt, fórum í Meistaradeildina en enduðum ekki á þeim stað sem við vildum enda á í deildina. En í heildina var þetta mjög flott tímabil," sagði Diljá. Häcken endaði í 2. sæti sænsku deildarinnar, tíu stigum á eftir Rosengård.

„Tímabilið var langt fram úr mínum væntingum. Ég bjóst ekki við því að ég myndi spila það mikið og svo þegar ég spilaði hvernig ég uppskar," sagði Diljá sem endaði næstmarkahæst í liðinu á eftir Stina Blackstenius. Diljá skoraði fimm mörk í deildinni í fjórtán leikjum. Alls var hún í byrjunarliði liðsins í sex leikjum á tímabilinu.

„Ég var frekar óheppinn, byrja tvo leiki og í kjölfarið kom þriggja vikna pása. Eftir það koma nýir leikmenn og leikmenn byrjuðu frá núlli aftur. Ég byrjaði ekki fyrstu leikina eftir pásuna en kem mér svo aftur inn í liðið. Það varð svo smá þjálfarakrísa og svoleiðis... en auðvitað hefði ég viljað byrja fleiri leiki og miðað við tölfræðina þá verður maður smá pirraður að maður hefði ekki byrjað fleiri leiki. Það er oftast þannig að frammistaðan á æfingum ræður. Ég er heilt yfir sátt."

„Ég var að spila með góðum leikmönnum og þegar ég spila með góðum leikmönnum í kringum mig þá er auðveldara að skora mörkin. Ég var á mjög góðum stað og það var að ganga ógeðslega vel."

„Þegar ég var að skora mörkin þá var ég á vinstri kantinum og mér líður best þar. Núna er verið að hræra til og búið að setja mig fram. Það er kominn nýr þjálfari og hann sagðist ekki sjá mig á vinstri kantinum sem var smá skellur. Hann vill prófa að nota mig frammi og byrjaði að þróa mig þar núna í lok Meistaradeildarinnar. Ef hann vill nota mig frammi þá tek ég því alveg en vil helst spila á vinstri kantinum."


Talandi um Meistaradeildina, hvernig var að spila í riðlakeppninni?

„Þetta var erfitt en geggjuð upplifun. Allt í kringum þetta var upp á tíu - að fá að ferðast í þessa leiki var geggjað. Það að mæta Lyon og Bayern, það eru erfiðustu andstæðingar sem ég hef mætt - helvíti erfitt. Hraðinn og styrkurinn sem leikmenn Lyon hafa fram yfir okkur er rosalegur. Við áttum alltaf fína fyrri hálfleika á móti þessum liðum en í seinni hálfleik var keyrt yfir okkur og þetta endaði frekar illam," sagði Diljá.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

Viðtal við Diljá fyrir síðasta tímabil:
„Ekkert sem segir mér að þetta geti verið rangt skref"
Athugasemdir
banner
banner