Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Bjarni: Vonandi getur Jóhannes lært af Ísak
Jóhannes Kristinn Bjarnason
Jóhannes Kristinn Bjarnason
Mynd: Norrköping
Bjarni Guðjónsson var á dögunum ráðinn þjálfari U19 ára liðs Norrköping í Svíþjóð og í vikunni gekk sonur hans Jóhannes Bjarnason til liðs við félagið frá KR.

Ísak Bergmann Jóhannesson, frændi þeirra, sló í gegn með Norrköping á síðasta tímabili og í viðtali við NT Sport í Svíþjóð var Bjarni beðinn um að bera Ísak og hinn 16 ára gamla Jóhannes saman.

„Þetta er auðvitað ekki sama persónan, auðvitað. Ég hef aldrei séð neinn með sömu einbeitingu og Ísak en ég vona að Jóhannes læri af frænda sínum og öllum hinum leikmönnunum. Hér fær hann tækifærið og hann þarf að grípa það," sagði Bjarni.

„Hann hefur spilað mikið með eldri leikmönnum síðan hann var lítill. Hann getur spilað í nokkrum stöðum. Hann hefur góða "vél" og getur hlaupið mikið upp og niður völlinn. Hann er með gott auga og góðan leikskilning."

„Ég held að hann verði miðjumaður á endanum en eins og venjulega þegar leikmenn eru að byrja í meistaraflokksbolta þá byrja þeir á kantinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner