Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Mjög óvænt tap hjá Midtjylland - Aron spilaði í jafntefli
Aron Elís var eini Íslendingurinn sem kom við sögu í kvöld.
Aron Elís var eini Íslendingurinn sem kom við sögu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru Íslendingalið að spila í öllum þremur leikjum dagsins í dönsku úrvalsdeildinni. Mjög óvænt úrslit voru þegar Lyngby tók á móti meisturunum í Midtjylland.

Mikael Neville Anderson var allan tímann á bekknum hjá Midtjylland, en sögur eru um það að hann vilji komast í burtu frá félaginu. Frederik Schram er varamarkvörður Lyngby og hann var á bekknum í kvöld.

Midtjylland missti mann af velli með rautt spjald 51. mínútu en þá var staðan þegar orðin 1-0 fyrir Lyngby. Midtjylland missti annan mann af velli í uppbótartíma og endaði með níu menn inn á vellinum. Síðar í uppbótartímanum skoraði Lyngby sitt annað mark og lokatölur 2-0.

Lyngby er í næst neðsta sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Midtjylland er á toppnum með 39 stig.

Bröndby hefði getað komist á toppinn en þeir misstigu sig á heimavelli gegn Randers. Niðurstaðan þar var markalaust jafntefli en Hjörtur Hermannsson var allan tímann á bekknum hjá Bröndby sem er í öðru sæti með einu stigi minna en Midtjylland.

Eini Íslendingurinn sem spilaði í kvöld var Aron Elís Þrándarson en hann kom inn á sem varamaður hjá OB í hálfleik í jafntefli gegn SönderjyskE. Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í hóp hjá OB sem er í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner