Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis var að vonum ánægður með 4-2 sigur á KA í lokaleik Fylkis í riðlakeppni Lengjubikarsins í kvöld.
Þar með er ljóst að Fylkir endar sinn riðil á toppnum og topplausir. Eftir að hafa lent undir skoruðu Fylkismenn þrjú mörk fyrir lok fyrri hálfleiks.
Þar með er ljóst að Fylkir endar sinn riðil á toppnum og topplausir. Eftir að hafa lent undir skoruðu Fylkismenn þrjú mörk fyrir lok fyrri hálfleiks.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 2 KA
„Við skoruðum þrjú frábær mörk í fyrri hálfleik og það lagði grunninn að sigrinum. Það er gott að vinna fótboltaleiki og eykur sjálfstraustið í liðinu. Það fer að styttast í mót og það er því gott að spila vel," sagði Hermann sem hélt áfram að hampa sínum mönnum með mörkin sem liðið skoraði í leiknum.
„Við áttum margar stórgóðar skyndisóknir og menn voru að klára færin vel. Þetta voru falleg mörk. Það er alltaf gaman þegar spilaður er skemmtilegur bolti og vinnur."
„Við erum klárir í slaginn. Við erum komnir með okkar hóp og höfum verið með hann nánast síðan í byrjun febrúar. Það hefur verið gott og allir getað æft saman."
Króatískur markvörður er kominn til landsins og bendir margt til þess að hann gangi til liðs við Fylki.
„Við erum með einn markmann. Við verðum að hafa tvo og það er verið að skoða þau mál. Það er ekkert frágengið neitt með það. Við höfum verið að þreifa fyrir okkur með þessi mál í vetur en nú styttist í mót og það þarf því að setja smá túrbó í það," sagði Hermann en Ólafur Íshólm stóð vaktina í marki Fylkis í kvöld og gerði vel.
Hemmi vildi ekki meina það að það hafi verið erfitt að gíra mannskapinn upp í leikinn í kvöld, þrátt fyrir fréttir gærkvöldsins með aflandsfélög hér og þar útum allan heim, þá sérstaklega á Panama-eyjum.
„Það slapp alveg. En við komumst auðvitað ekki niður í bæ. Það var kannski eini mínusinn," sagði Eyjamaðurinn, Hermann Hreiðarsson að lokum.
Athugasemdir























