Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 04. apríl 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgar sækjast eftir leyfi frá UEFA til að slaufa tímabilinu
Ari Freyr Skúlason leikur í belgísku deildinni.
Ari Freyr Skúlason leikur í belgísku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíska knattspyrnusambandið sækist eftir leyfi frá UEFA áður en endanleg ákvörðun verður tekin um að blása af keppni í belgísku úrvalsdeildinni.

Keppni hefur verið stöðvuð í öllum löndum heims nema Hvíta-Rússlandi vegna kórónuveirunnar og alveg óljóst hvenær verður hægt að halda áfram að nýju ef það verður hægt á annað borð.

Stjórnendur belgísku úrvalsdeildarinnar höfðu mælt með því að keppni í deildinni yrði hætt og að Club Brugge, núverandi topplið deildarinnar, myndi fá titilinn. Ekki er hins vegar víst ef að deildinni verður hætt að Belgía verði með lið í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Félög úr vetrardeldum Evrópu sem tryggja sér ekki sæti í Evrópukeppnum á hefðbundinn hátt eru í hættu á að fá ekki leyfi til að taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Þetta sagði í bréfi sem Aleksander Ceferin, formaður UEFA, Andrea Agnelli, forseti sambands evrópskra félagsliða og Lars-Christer Olsson, forseti deilda í Evrópu, skrifuðu undir.

Belgar ætla sér að fara yfir tillögu sína, að hætta keppni í belgísku úrvalsdeildinni, fyrir framkvæmdanefnd UEFA í von um það að geta haldið Evrópusætum sínum fyrir næsta tímabil.

Ari Freyr Skúlason leikur með Oost­ende sem er í næst neðsta sæti deildarinnar. Félag hans er sagt á barmi gjaldþrots.
Athugasemdir
banner
banner
banner