Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. apríl 2020 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fór úr því að vera 'grínkall' í að verða 'lykilmaður'
Fred hefur snúið ferli sínum við hjá Manchester United.
Fred hefur snúið ferli sínum við hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fred átti í miklum vandræðum á sínu fyrsta tímabili hjá United og í byrjun þessa tímabils.
Fred átti í miklum vandræðum á sínu fyrsta tímabili hjá United og í byrjun þessa tímabils.
Mynd: Getty Images
Gilberto Silva í leik með Arsenal.
Gilberto Silva í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Fred í æfingaleik með United gegn Bayern stuttu eftir að hann kom til félagsins.
Fred í æfingaleik með United gegn Bayern stuttu eftir að hann kom til félagsins.
Mynd: Getty Images
Þetta tímabil hefur í heildina verið mjög gott fyrir Brasilíumanninn knáa.
Þetta tímabil hefur í heildina verið mjög gott fyrir Brasilíumanninn knáa.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Fred hefur farið úr því að vera 'grínkall' í það að vera 'lykilmaður' hjá Manchester United.

Fred var keyptur fyrir síðasta tímabil frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu fyrir rúmlega 50 milljónir punda. Hann var langt frá því að standa undir verðmiðanum á síðasta tímabili og í byrjun þessa tímabils.

Fred var harðlega gagnrýndur af Gary Neville og Roy Keane, goðsögnum hjá Manchester United, og gekk Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, svo langt að segja að „það væri nánast að verða grín" í hvert skipti sem Fred fékk boltann.

Margir stuðningsmenn Manchester United voru komnir á endastöð varðandi Fred eftir leik gegn Newcastle í október, sem tapaðist 1-0. Fred var vægast sagt slakur í leiknum og fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína.

Hins vegar eftir þann leik þá fóru hlutirnir að rúlla hjá Brassanum. Í þann mund er það virtist vera að verða ómögulegt fyrir hann að snúa við blaðinu.

Marcus Alves skrifar grein um það fyrir Bleacher Report hvernig Fred fór að því að forðast að vera önnur útgáfa af Kleberson eða Eric Djemba Djemba.

Hæfileikar hans voru ekki horfnir
Gilberto Silva, fyrrum miðjumaður Arsenal, hefur unnið sem ráðgjafi fyrir fótboltamenn að undanförnu og er Fred einn af hans skjólstæðingum. Hann heimsækir Fred að minnsta kosti tvisvar í mánuði og ræða þeir saman.

Í viðtali við Bleacher Report segir Gilberto: „Hann þurfti að sýna öllum að sá Fred sem hreif margan manninn á síðasta tímabili sínu hjá Shakhtar væri enn til staðar."

Fred hjálpaði Shakhtar að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og var virkilega flottur í sigrum gegn Napoli og Manchester City. Hann hreif Pep Guardiola það mikið að Guardiola vildi fá leikmanninn til City. Manchester United tókst að næla í hann og varð Fred fimmti dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Það tók hann tíma en hann virðist loksins vera farinn að sýna svipaða takta á Englandi og hann gerði í Úkraínu.

„Ég held að hann hafi til að byrja með átt í vandræðum með að venjast líkamlega styrknum í ensku úrvalsdeildinni. Við bjuggumst við því aðrir leikmenn hafa gengið í gegnum það og við ræddum hvernig við ætluðum að tækla það. Við ræddum meðal annars um félagið um hvernig ætti að styrkja líkamsbyggingu hans. Við ætluðum aldrei að breyta honum í vöðvatröll, en við vildum vera vissir um að hann yrði vel undirbúinn."

„Hæfileikar hans voru ekki horfnir ekki eftir fyrstu leiktíðina hans hjá Manchester United."

„Ég myndi segja að þetta væri betri útgáfa af honum þar sem hann er að spila fyrir eitt stærsta félag heims þar sem væntingarnar og pressan er meiri."

Gilberto segir að Fred hafi fylgst vel með því hvað sérfræðingar voru að segja um hann og hann hafi reynt að læra af því. Að hafa sjálfstraust er mikilvægt fyrir Fred og var það í molum á síðasta tímabili undir stjórn Jose Mourinho. Portúgalski knattspyrnustjórinn sendi Fred skilaboð á meðan viðræðunum stóð til að sannfæra hann um að koma. Hann sagðist ætla að spila honum á miðjunni með Matic og Pogba, en gerði það svo ekki mikið. Fred var áfram utan liðsins þegar Ole Gunnar Solskjær tók við í desember 2018.

„Fólk spyr mig hvað hafi breyst, en við höfum ekki tröfrað neitt fram hérna. Hann þurfti bara að spila meira, að byrja sex, sjö, tíu leiki í röð. Hann þurfti að finna jafnvægið."

Fred naut góðs af því að fá Martyn Pert, styrktarþjálfara, inn í þjálfarateymi Manchester United. Pert kann nefnilega portúgölsku. „Fred átti í vandræðum með tungumálakunnáttu á síðasta tímabili, en hann og Martyn eiga auðvelt með samskipti," sagði Solskjær í síðasta mánuði.

Fernandinho, miðjumaður Manchester City, hjálpaði einnig Fred að aðlagast eftir erfiða byrjun í Manchester.

Franck Henouda, fransk-alsírskur kaupsýslumaður, mælti með Fred fyrir Shakhtar. Fred kom frá Internacional í Brasilíu þar sem hann lék framar á vellinum, oftast sem vinstri kantmaður. Henouda ræddi við Mircea Lucescu, þáverandi þjálfara Shakhtar, um að færa Fred aftar á völlinn.

„Þegar við náðum samkomulagi við Inter þá fórum við út að borða og ég útskýrði fyrir Fred að hugmyndin væri að færa hann aftar á völlinn. Við höfðum þá gert það með Fernandinho (hjá Shakhtar) og hann var því spenntur strax. Hann sló strax í gegn hjá Shakhtar," segir Henouda.

„Ég furðaði mig á því þegar ég sá að einhverjir sérfræðingar voru að tala um að United hefði gert mistök með Fred. Ég hef þekkt hann lengi. Þetta snerist bara um fyrir hann að aðlagast ensku úrvalsdeildinni, það er himinn og haf á milli ensku úrvalsdeildarinnar og deildarinnar í Úkraínu."

„Hann er með sterkan karakater, hann er ekki eins og sumir Brasilíumenn sem hlaupa heim strax þegar það kemur upp vandamál. Hann er núna mikilvægasti leikmaður United, allt fer í gegnum hann."

Stuðningsmenn United ganga kannski svo langt að segja það, en skoðanir á Fred hafa svo sannarlega breyst. Hann er stundum kallaður 'Presturinn Fred' á samfélagsmiðlum þar sem hann er mjög trúaður.

Fred hefur aldrei misst trúna á sjálfum sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner