Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. apríl 2021 23:00
Aksentije Milisic
„Núna eða aldrei fyrir Harry Kane"
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, sérfræðingur hjá Sky Sports, segir að það sé núna eða aldrei fyrir Harry Kane, að yfirgefa Tottenham Hotspur og fara í stórlið.

Enski landsliðsmaðurinn gerði tvennu í jafnteflisleiknum gegn Newcastle í dag og því missti Tottenham af tveimur mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Kane hefur skorað eins og óður maður á ferli sínum með Tottenham en hann á enn eftir að vinna titil á ferlinum. Margir telja að í sumar sé hans síðasti séns að yfirgefa félagið og fara í lið sem berst um titla.

„Stóru bitarnir þarna úti eru Harry Kane og Erling Haaland. Haaland er enn spurningamerki en hann hefur ennþá tíma," sagði Souness.

„Það er ekkert spurningamerki hjá Kane, hann hefur engan tíma. Það er svo gaman að horfa á hann spila, hann er frábær leikmaður. Hann vinnur til baka, leggur upp á liðsfélaga og skorar mörk."

„Þetta ár fyrir Harry Kane er núna eða aldrei. Ef hann er að hugsa um að fara, þá verður hann að gera það. Ef hann skrifar undir nýjan samning við Tottenham, þá held ég að hann fari ekki til stórliðs eftir það."

Kane á möguleika á að vinna deildabikarinn með Tottenham en þar er liðið komið í úrslitaleikinn og mætir Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner