Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   þri 04. apríl 2023 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Vatnhamar gengur í raðir Víkings (Staðfest)
Gunnar Vatnhamar (til vinstri) í landsleik með Færeyjum.
Gunnar Vatnhamar (til vinstri) í landsleik með Færeyjum.
Mynd: Getty Images
Víkingur hefur náð samkomulagi við færeyska nafna sína í Víking í Götu um kaup á varnarmanninum Gunnari Vatnhamar.

Gunnar er 28 ára gamall færeyskur landsliðsmaður sem hefur alla tíð leikið í Færeyjum með Víkingi í Götu.

Hann á að baki 259 leiki og 43 mörk fyrir Viking í Færeyjum ásamt því að hafa lagt upp 15 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum unnið færeysku úrvalsdeildina og tvisvar sinnum verið bikarmeistari.

Gunnar er fastamaður í færeyska landsliðinu og hefur leikið 29 leiki fyrir þjóð sína.

„Gunnar Vatnhamar er væntanlegur til landsins á næstu dögum og áætlar félagið að kynna hann formlega sem leikmann Víkings í lok vikunnar," segir í tilkynningu Víkings.

Víkingar hafa verið í leit að miðverði síðan Kyle McLagan meiddist illa og kemur Gunnar til með að fylla í skarð hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner