Þórhallur Víkingsson var ánægður með leik síns liðs eftir sterkan 2-1 sigur á FH í kvöld. „Það er frábært fyrir okkur að koma uppúr fyrstu deild og klára fyrsta leik upp á sjálfstraustið.“
Lestu um leikinn: HK/Víkingur 2 - 1 FH
Fjölmiðlar hafa flestir spáð liði hans falli en hann segir að það hafi ekki farið í pirrurnar á liðinu: „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum að koma uppúr fyrstu deild og í Pepsi deild. Það er annað annað tempó og annað umhverfi og við höfum gert mikið í vetur til aðlagast því. Við komum til með að þróa okkur í sumar.“
„Við erum að bíða eftir pappírum með annan framherja, annað er ekki í spilunum. Við teljum okkur með virkilega góðan hóp,“ sagði hann aðspurður um hvort vona væri á frekari styrkingu á liðinu.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























