Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 04. maí 2019 18:56
Hafliði Breiðfjörð
Palli Gísla: Á enginn sæti eftir hvað hann heitir
Palli Gísla ræddi við Fótbolta.net eftir tapið gegn Leikni í dag.
Palli Gísla ræddi við Fótbolta.net eftir tapið gegn Leikni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ekki sáttur við að tapa en við vorum allavega að sýna betri leik í dag en þegar við byrjuðum mótið í fyrra," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Magna eftir 4-1 tap gegn Leikni í Breiðholtinu í fyrsta leik Inkasso-deildarinnar í dag en Magni byrjaði mótið í fyrra á 3-0 tapi úti gegn HK.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  1 Magni

„Þetta er það sem við erum að reyna að vinna í, að menn leggi sig almennilega fram. Við erum bara að skila ótrúlega ódýrum mörkum á okkur og það truflar hrikalega. Það er þó engin launung að Leiknismenn voru mikið sprækari en við í dag. Við bítum á jaxlinn og höldum áfram."

Hann sagði að hann hafi vitað að það yrði erfitt að vinna Leikni fyrirfram en er ósáttur við að liðið á erfitt með að vinna leiki á útivelli.

„Við verðum að fara að krafla í útileiki eins og heimaleiki. Það verður að ná í einhver stig á útivöllum, við fengum ekki mörg í fyrra. Það þýðir ekki að bíða eftir að komast heim og fara í þægindaramma."

Framherjinn öflugi Gunnar Örvar Stefánsson var varamaður hjá Magna í dag en kom inná í hálfleik og skoraði mark.

„Hann er ekki full fit en er allur að koma til. Við erum komnir með þann hóp sem við ætlum að vera með í sumar og þurfum að standa og falla með því. Ég hef fulla trú á þessu liði og við getum stolið sigri í öllum leikjum, en líka tapað fyrir hverjum sem er."

Aron Elí Gíslason markvörður kom til Magna á dögunum frá KA en hann spilaði í Pepsi-deildinni í fyrra. Í dag var hann hinsvegar á bekknum eftir að hafa fengið á sig tíu mörk í bikarleiknum gegn Breiðabliki á dögunum. Steinþór Már Auðunsson, Stubbur varði mark liðsins í dag.

„Það má bara vera einn í marki," sagði Palli en er Stubbur betri markvörður? „Ég get ekki dæmt um hvort hann sé betri en ég vel það lið sem ég tel ná úrslitum. Aron spilaði síðasta leik og er nýkominn. Það getur vel verið að hann spili fullt af leikjum. Það er samkeppni þar eins og annars staðar en á enginn sæti í liðinu sjálfkjörið eftir hvað hann heitir eða hvaðan hann kemur. Það virkar ekki þannig."
Athugasemdir