Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 04. maí 2019 18:56
Hafliði Breiðfjörð
Palli Gísla: Á enginn sæti eftir hvað hann heitir
Palli Gísla ræddi við Fótbolta.net eftir tapið gegn Leikni í dag.
Palli Gísla ræddi við Fótbolta.net eftir tapið gegn Leikni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ekki sáttur við að tapa en við vorum allavega að sýna betri leik í dag en þegar við byrjuðum mótið í fyrra," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Magna eftir 4-1 tap gegn Leikni í Breiðholtinu í fyrsta leik Inkasso-deildarinnar í dag en Magni byrjaði mótið í fyrra á 3-0 tapi úti gegn HK.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  1 Magni

„Þetta er það sem við erum að reyna að vinna í, að menn leggi sig almennilega fram. Við erum bara að skila ótrúlega ódýrum mörkum á okkur og það truflar hrikalega. Það er þó engin launung að Leiknismenn voru mikið sprækari en við í dag. Við bítum á jaxlinn og höldum áfram."

Hann sagði að hann hafi vitað að það yrði erfitt að vinna Leikni fyrirfram en er ósáttur við að liðið á erfitt með að vinna leiki á útivelli.

„Við verðum að fara að krafla í útileiki eins og heimaleiki. Það verður að ná í einhver stig á útivöllum, við fengum ekki mörg í fyrra. Það þýðir ekki að bíða eftir að komast heim og fara í þægindaramma."

Framherjinn öflugi Gunnar Örvar Stefánsson var varamaður hjá Magna í dag en kom inná í hálfleik og skoraði mark.

„Hann er ekki full fit en er allur að koma til. Við erum komnir með þann hóp sem við ætlum að vera með í sumar og þurfum að standa og falla með því. Ég hef fulla trú á þessu liði og við getum stolið sigri í öllum leikjum, en líka tapað fyrir hverjum sem er."

Aron Elí Gíslason markvörður kom til Magna á dögunum frá KA en hann spilaði í Pepsi-deildinni í fyrra. Í dag var hann hinsvegar á bekknum eftir að hafa fengið á sig tíu mörk í bikarleiknum gegn Breiðabliki á dögunum. Steinþór Már Auðunsson, Stubbur varði mark liðsins í dag.

„Það má bara vera einn í marki," sagði Palli en er Stubbur betri markvörður? „Ég get ekki dæmt um hvort hann sé betri en ég vel það lið sem ég tel ná úrslitum. Aron spilaði síðasta leik og er nýkominn. Það getur vel verið að hann spili fullt af leikjum. Það er samkeppni þar eins og annars staðar en á enginn sæti í liðinu sjálfkjörið eftir hvað hann heitir eða hvaðan hann kemur. Það virkar ekki þannig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner