Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   sun 04. júní 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og PSG berjast um Ugarte
Mynd: EPA
Manuel Ugarte, leikmaður Sporting í Portúgal, er eftirsóttur en tvö félög eru í viðræðum við leikmanninn.

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur verið í viðræðum við Ugarte síðustu daga en ítalski íþróttafréttamaðurinn segir að aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum.

Félögin hafa þó ekki enn komist að samkomulagi um kaupverð en það verður að gerast fljótlega ef Chelsea ætlar ekki að missa úrúgvæska miðjumanninn til Paris Saint-Germain.

Foot Mercato segir að PSG hafi þegar náð samkomulagi við Sporting um kaup á Ugarte og hann hafi ákveðið að fara þangað en það verður að bíða og sjá hvað gerist.

Ugarte mun kosta 53 milljónir punda en hann hefur verið einn af bestu mönnum portúgölsku deildarinnar síðustu tvö ár.
Athugasemdir