Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 04. júlí 2019 22:11
Sævar Ólafsson
Ási Arnars: Sanngjarn sigur
Ásmundur og lærisveinar sitja einir á toppnum eftir 10 leiki spilaða
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn tróna efstir í Inkasso deildinni að 10 umferðum spiluðum eftir nokkuð öruggan 0-2 útisigur á Leiknismönnum í kvöld. Ásmundur Arnarson þjálfari Fjölnismanna var skiljanlega ánægður með úrslitin.

„Mjög ánægður með niðurstöðu dagsins – menn lögðu sig vel fram og þetta var erfiður leikur, menn vissu það fyrir. Leiknismenn hafa verið að ná góðum úrslitum og með fínt lið en mér fannst þetta vera sanngjarn sigur eftir góða frammistöðu frá mínum mönnum."

Fjölnismenn tóku forystuna í fyrri hálfleik og virtust með nokkuð góð tök á leiknum heilt yfir og virtust sigla þessu nokkuð þægilega heim þrátt fyrir tilraunir Leiknismanna á að ná að jafna og svo síðar minnka muninn.

„Auðvitað fer um mann oft í svona leik – sérstaklega í stöðunni 1-0 þá má lítið útaf bera en heilt yfir fannst mér þetta nokkuð sannfærandi hjá okkur."

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Tindastóll

Leikmannaglugginn var nýverið opnaður. Rasmus Christiansen miðvörður hefur verið að leika vel hjá Fjölni í sumar og myndað gott teymi með fyrirliðanum Bergsveini Ólafssyni. Hvernig líta málin út varðandi framhaldið?

„Nei, nei ég veit svo sem ekkert með það en hann er okkar maður eins og er og við reiknum með honum áfram."

Athygli vakti að Albert Brynjar Ingason sóknarmaður var utan hóps eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í síðasta leik gegn Þór Akureyri.

„Hann meiddist í síðasta leik gegn Þór, handarbrotnaði og við eigum eftir að fá betur úr því skorið hversu slæmt það er – hversu lengi hann verður frá, það kemur í ljós."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner