Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 04. júlí 2019 22:11
Sævar Ólafsson
Ási Arnars: Sanngjarn sigur
Ásmundur og lærisveinar sitja einir á toppnum eftir 10 leiki spilaða
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn tróna efstir í Inkasso deildinni að 10 umferðum spiluðum eftir nokkuð öruggan 0-2 útisigur á Leiknismönnum í kvöld. Ásmundur Arnarson þjálfari Fjölnismanna var skiljanlega ánægður með úrslitin.

„Mjög ánægður með niðurstöðu dagsins – menn lögðu sig vel fram og þetta var erfiður leikur, menn vissu það fyrir. Leiknismenn hafa verið að ná góðum úrslitum og með fínt lið en mér fannst þetta vera sanngjarn sigur eftir góða frammistöðu frá mínum mönnum."

Fjölnismenn tóku forystuna í fyrri hálfleik og virtust með nokkuð góð tök á leiknum heilt yfir og virtust sigla þessu nokkuð þægilega heim þrátt fyrir tilraunir Leiknismanna á að ná að jafna og svo síðar minnka muninn.

„Auðvitað fer um mann oft í svona leik – sérstaklega í stöðunni 1-0 þá má lítið útaf bera en heilt yfir fannst mér þetta nokkuð sannfærandi hjá okkur."

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Tindastóll

Leikmannaglugginn var nýverið opnaður. Rasmus Christiansen miðvörður hefur verið að leika vel hjá Fjölni í sumar og myndað gott teymi með fyrirliðanum Bergsveini Ólafssyni. Hvernig líta málin út varðandi framhaldið?

„Nei, nei ég veit svo sem ekkert með það en hann er okkar maður eins og er og við reiknum með honum áfram."

Athygli vakti að Albert Brynjar Ingason sóknarmaður var utan hóps eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í síðasta leik gegn Þór Akureyri.

„Hann meiddist í síðasta leik gegn Þór, handarbrotnaði og við eigum eftir að fá betur úr því skorið hversu slæmt það er – hversu lengi hann verður frá, það kemur í ljós."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir