Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 04. júlí 2019 22:11
Sævar Ólafsson
Ási Arnars: Sanngjarn sigur
Ásmundur og lærisveinar sitja einir á toppnum eftir 10 leiki spilaða
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn tróna efstir í Inkasso deildinni að 10 umferðum spiluðum eftir nokkuð öruggan 0-2 útisigur á Leiknismönnum í kvöld. Ásmundur Arnarson þjálfari Fjölnismanna var skiljanlega ánægður með úrslitin.

„Mjög ánægður með niðurstöðu dagsins – menn lögðu sig vel fram og þetta var erfiður leikur, menn vissu það fyrir. Leiknismenn hafa verið að ná góðum úrslitum og með fínt lið en mér fannst þetta vera sanngjarn sigur eftir góða frammistöðu frá mínum mönnum."

Fjölnismenn tóku forystuna í fyrri hálfleik og virtust með nokkuð góð tök á leiknum heilt yfir og virtust sigla þessu nokkuð þægilega heim þrátt fyrir tilraunir Leiknismanna á að ná að jafna og svo síðar minnka muninn.

„Auðvitað fer um mann oft í svona leik – sérstaklega í stöðunni 1-0 þá má lítið útaf bera en heilt yfir fannst mér þetta nokkuð sannfærandi hjá okkur."

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Tindastóll

Leikmannaglugginn var nýverið opnaður. Rasmus Christiansen miðvörður hefur verið að leika vel hjá Fjölni í sumar og myndað gott teymi með fyrirliðanum Bergsveini Ólafssyni. Hvernig líta málin út varðandi framhaldið?

„Nei, nei ég veit svo sem ekkert með það en hann er okkar maður eins og er og við reiknum með honum áfram."

Athygli vakti að Albert Brynjar Ingason sóknarmaður var utan hóps eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í síðasta leik gegn Þór Akureyri.

„Hann meiddist í síðasta leik gegn Þór, handarbrotnaði og við eigum eftir að fá betur úr því skorið hversu slæmt það er – hversu lengi hann verður frá, það kemur í ljós."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner