Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   fim 04. júlí 2019 22:11
Sævar Ólafsson
Ási Arnars: Sanngjarn sigur
Ásmundur og lærisveinar sitja einir á toppnum eftir 10 leiki spilaða
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn tróna efstir í Inkasso deildinni að 10 umferðum spiluðum eftir nokkuð öruggan 0-2 útisigur á Leiknismönnum í kvöld. Ásmundur Arnarson þjálfari Fjölnismanna var skiljanlega ánægður með úrslitin.

„Mjög ánægður með niðurstöðu dagsins – menn lögðu sig vel fram og þetta var erfiður leikur, menn vissu það fyrir. Leiknismenn hafa verið að ná góðum úrslitum og með fínt lið en mér fannst þetta vera sanngjarn sigur eftir góða frammistöðu frá mínum mönnum."

Fjölnismenn tóku forystuna í fyrri hálfleik og virtust með nokkuð góð tök á leiknum heilt yfir og virtust sigla þessu nokkuð þægilega heim þrátt fyrir tilraunir Leiknismanna á að ná að jafna og svo síðar minnka muninn.

„Auðvitað fer um mann oft í svona leik – sérstaklega í stöðunni 1-0 þá má lítið útaf bera en heilt yfir fannst mér þetta nokkuð sannfærandi hjá okkur."

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Tindastóll

Leikmannaglugginn var nýverið opnaður. Rasmus Christiansen miðvörður hefur verið að leika vel hjá Fjölni í sumar og myndað gott teymi með fyrirliðanum Bergsveini Ólafssyni. Hvernig líta málin út varðandi framhaldið?

„Nei, nei ég veit svo sem ekkert með það en hann er okkar maður eins og er og við reiknum með honum áfram."

Athygli vakti að Albert Brynjar Ingason sóknarmaður var utan hóps eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í síðasta leik gegn Þór Akureyri.

„Hann meiddist í síðasta leik gegn Þór, handarbrotnaði og við eigum eftir að fá betur úr því skorið hversu slæmt það er – hversu lengi hann verður frá, það kemur í ljós."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner