Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski bikarinn: Bayern München er bikarmeistari
Bayern er þýskur bikarmeistari.
Bayern er þýskur bikarmeistari.
Mynd: Getty Images
Bayer 1 - 4 Bayern
0-1 David Alaba ('16 )
0-2 Serge Gnabry ('24 )
0-3 Robert Lewandowski ('59 )
1-3 Sven Bender ('63 )
1-4 Robert Lewandowski ('89 )

Bayern München er tvöfaldur meistari í Þýskalandi, það er að segja deildar- og bikarmeistari. Bayern varð bikarmeistari í kvöld eftir sigur gegn Bayer Leverkusen á Ólympíuvellinum á Berlín.

David Alaba kom Bayern yfir á 16. mínútu og stuttu síðar skoraði Serge Gnabry. Staðan orðin 2-0 fyrir Bayern og útlitið gott fyrir lærisveina Hansi Flick.

Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik skoraði markamaskínan Robert Lewandowski, en stuttu síðar minnkaði Sven Bender muninn. Bayer Leverkusen komst hins vegar ekki lengra. Lewandowski gerði út um leikinn á 89. mínútu.

Kai Havertz klóraði reyndar í bakkann fyrir Leverkusen með vítapsyrnumarki í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 í Berlín.

Bayern er bikarmeistari annað árið í röð og í tuttugasta sinn í heildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner