Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. júlí 2021 13:53
Brynjar Ingi Erluson
Rooney heillaður af frammistöðu Pogba: Hann var besti maður mótsins
Wayne Rooney og Paul Pogba voru liðsfélagar hjá Man Utd
Wayne Rooney og Paul Pogba voru liðsfélagar hjá Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, skrifar dálk um Paul Pogba í Sunday Times í dag en frammistaða Frakkans stóð upp úr hjá honum.

Rooney er einn besti leikmaðurinn í sögu Manchester United og er goðsögn í augum stuðningsmanna en í dag stýrir hann Derby County í B-deildinni á Englandi.

Hann skrifar reglulega dálk í Sunday Times og nú tók hann fyrir Paul Pogba. Hann segir að Marcus Rashford geti lært af Kylian Mbappe og þannig hjálpað Pogba.

„Ég, ásamt mörgum öðrum, bjóst við því að Frakkland myndi vinna mótið með þetta lið en voru vonbrigði sem lið. Þetta var sérstaklega leiðinlegt fyrir Paul Pogba því hann var maður mótsins áður en þeir voru sendir heim," skrifaði Rooney.

„Sendingarnar sem hann átti á Karim Benzema og Kylian Mbappe voru ótrúlegar. Það hjálpaði honum að hafa N'Golo Kante með sér á miðjunni en stærsta ástæðan fyrir frammistöðu Pogba voru staðsetningarnar."

„Hann var að spila dýpra en við sjáum hann vanalega spila með Manchester United. Hann gat því fengið boltann og fékk tíma og pláss til að finna sendingarnar. Ef þú gefur Paul tíma og pláss þá er hann með hæfileikana og ímyndunarfalið til að særa andstæðinginn."

„Mbappe átti mjög slakt mót í heildina en hann hjálpaði Pogba að ná árangri. Liðin spiluðu aftar á vellinum því þau höfðu áhyggjur af hraðanum hans Mbappe og það hjálpaði Pogba að fá plássið til að spila. Hlaupin hans Mbappe bakvið varnirnar gáfu svo Pogba möguleika á að reyna þessar sendingar, þessar löngu stungusendingar fram völlinn."

„Ef Marcus Rashford getur þróað leik sinn og farið að taka hlaup eins og Mbappe bakvið varnirnar þá fáum við að sjá meira af Frakklands-Pogba í United-treyjunni,"
skrifaði Rooney ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner