Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   þri 04. júlí 2023 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Agla María: Mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Tindastól á Kópavogsvelli í kvöld þegar 11.umferð Bestu deildar kvenna lauk.

Breiðablik var fyrir umferðina búið að tilla sér í toppsætið eftir flottan sigur gegn Val í umferðinni á undan og freistuðu þess að halda í toppsætið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Tindastóll

„Mér finnst við bara vera halda áfram á góðu róli, við höfum verið að ná í sterka sigra upp á síðkastið og það virðist bara vera að halda áfram." Sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Við ætluðum bara að pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel strax í byrjun og í raun og veru var það bara ýmislegt en það var að reyna vera bara í 100% pressu og komast snemma yfir í leiknum og við vitum að það getur verið erfitt að brjóta þær á bak aftur en við gerðum þetta bara mjög vel í dag." 

„Það hefur bara sýnt sig í leikjunum sem að við höfum verið að skora snemma í sumar að við höfum gert vel í þeim leikjum og það var eitthvað sem Ási talaði um að byrja leikinn aðmennilega og af krafti og pressa þær svolítið vel í byrjun og reyna koma inn marki snemma og það tókst svo það létti af pressunni." 

Agla María hefur verið þekkt fyrir það að skora mörk en hefur farið hægt af stað á tímabilinu en er núna með 4 mörk í síðustu 2 leikjum.

„Þetta er eitthvað sem að ég vissi að myndi bara detta, ég fæ traustið frá þjálfurunum og þeir vita hvað ég get og við vissum að þau myndu fara detta mörkin og eins og ég sagði eftir bikarleikinn að þá eru þetta bara svona tómatsósu áhrif þegar maður byrjar að skora þá fara mörkin að detta en mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga." 

Nánar er rætt við Öglu Maríu Albertsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner