Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 04. júlí 2023 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Agla María: Mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Tindastól á Kópavogsvelli í kvöld þegar 11.umferð Bestu deildar kvenna lauk.

Breiðablik var fyrir umferðina búið að tilla sér í toppsætið eftir flottan sigur gegn Val í umferðinni á undan og freistuðu þess að halda í toppsætið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Tindastóll

„Mér finnst við bara vera halda áfram á góðu róli, við höfum verið að ná í sterka sigra upp á síðkastið og það virðist bara vera að halda áfram." Sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Við ætluðum bara að pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel strax í byrjun og í raun og veru var það bara ýmislegt en það var að reyna vera bara í 100% pressu og komast snemma yfir í leiknum og við vitum að það getur verið erfitt að brjóta þær á bak aftur en við gerðum þetta bara mjög vel í dag." 

„Það hefur bara sýnt sig í leikjunum sem að við höfum verið að skora snemma í sumar að við höfum gert vel í þeim leikjum og það var eitthvað sem Ási talaði um að byrja leikinn aðmennilega og af krafti og pressa þær svolítið vel í byrjun og reyna koma inn marki snemma og það tókst svo það létti af pressunni." 

Agla María hefur verið þekkt fyrir það að skora mörk en hefur farið hægt af stað á tímabilinu en er núna með 4 mörk í síðustu 2 leikjum.

„Þetta er eitthvað sem að ég vissi að myndi bara detta, ég fæ traustið frá þjálfurunum og þeir vita hvað ég get og við vissum að þau myndu fara detta mörkin og eins og ég sagði eftir bikarleikinn að þá eru þetta bara svona tómatsósu áhrif þegar maður byrjar að skora þá fara mörkin að detta en mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga." 

Nánar er rætt við Öglu Maríu Albertsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner