Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   þri 04. júlí 2023 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Agla María: Mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Tindastól á Kópavogsvelli í kvöld þegar 11.umferð Bestu deildar kvenna lauk.

Breiðablik var fyrir umferðina búið að tilla sér í toppsætið eftir flottan sigur gegn Val í umferðinni á undan og freistuðu þess að halda í toppsætið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Tindastóll

„Mér finnst við bara vera halda áfram á góðu róli, við höfum verið að ná í sterka sigra upp á síðkastið og það virðist bara vera að halda áfram." Sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Við ætluðum bara að pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel strax í byrjun og í raun og veru var það bara ýmislegt en það var að reyna vera bara í 100% pressu og komast snemma yfir í leiknum og við vitum að það getur verið erfitt að brjóta þær á bak aftur en við gerðum þetta bara mjög vel í dag." 

„Það hefur bara sýnt sig í leikjunum sem að við höfum verið að skora snemma í sumar að við höfum gert vel í þeim leikjum og það var eitthvað sem Ási talaði um að byrja leikinn aðmennilega og af krafti og pressa þær svolítið vel í byrjun og reyna koma inn marki snemma og það tókst svo það létti af pressunni." 

Agla María hefur verið þekkt fyrir það að skora mörk en hefur farið hægt af stað á tímabilinu en er núna með 4 mörk í síðustu 2 leikjum.

„Þetta er eitthvað sem að ég vissi að myndi bara detta, ég fæ traustið frá þjálfurunum og þeir vita hvað ég get og við vissum að þau myndu fara detta mörkin og eins og ég sagði eftir bikarleikinn að þá eru þetta bara svona tómatsósu áhrif þegar maður byrjar að skora þá fara mörkin að detta en mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga." 

Nánar er rætt við Öglu Maríu Albertsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner