Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 04. júlí 2023 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Agla María: Mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Tindastól á Kópavogsvelli í kvöld þegar 11.umferð Bestu deildar kvenna lauk.

Breiðablik var fyrir umferðina búið að tilla sér í toppsætið eftir flottan sigur gegn Val í umferðinni á undan og freistuðu þess að halda í toppsætið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Tindastóll

„Mér finnst við bara vera halda áfram á góðu róli, við höfum verið að ná í sterka sigra upp á síðkastið og það virðist bara vera að halda áfram." Sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Við ætluðum bara að pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel strax í byrjun og í raun og veru var það bara ýmislegt en það var að reyna vera bara í 100% pressu og komast snemma yfir í leiknum og við vitum að það getur verið erfitt að brjóta þær á bak aftur en við gerðum þetta bara mjög vel í dag." 

„Það hefur bara sýnt sig í leikjunum sem að við höfum verið að skora snemma í sumar að við höfum gert vel í þeim leikjum og það var eitthvað sem Ási talaði um að byrja leikinn aðmennilega og af krafti og pressa þær svolítið vel í byrjun og reyna koma inn marki snemma og það tókst svo það létti af pressunni." 

Agla María hefur verið þekkt fyrir það að skora mörk en hefur farið hægt af stað á tímabilinu en er núna með 4 mörk í síðustu 2 leikjum.

„Þetta er eitthvað sem að ég vissi að myndi bara detta, ég fæ traustið frá þjálfurunum og þeir vita hvað ég get og við vissum að þau myndu fara detta mörkin og eins og ég sagði eftir bikarleikinn að þá eru þetta bara svona tómatsósu áhrif þegar maður byrjar að skora þá fara mörkin að detta en mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga." 

Nánar er rætt við Öglu Maríu Albertsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner