Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 04. júlí 2023 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Agla María: Mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Tindastól á Kópavogsvelli í kvöld þegar 11.umferð Bestu deildar kvenna lauk.

Breiðablik var fyrir umferðina búið að tilla sér í toppsætið eftir flottan sigur gegn Val í umferðinni á undan og freistuðu þess að halda í toppsætið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Tindastóll

„Mér finnst við bara vera halda áfram á góðu róli, við höfum verið að ná í sterka sigra upp á síðkastið og það virðist bara vera að halda áfram." Sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Við ætluðum bara að pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel strax í byrjun og í raun og veru var það bara ýmislegt en það var að reyna vera bara í 100% pressu og komast snemma yfir í leiknum og við vitum að það getur verið erfitt að brjóta þær á bak aftur en við gerðum þetta bara mjög vel í dag." 

„Það hefur bara sýnt sig í leikjunum sem að við höfum verið að skora snemma í sumar að við höfum gert vel í þeim leikjum og það var eitthvað sem Ási talaði um að byrja leikinn aðmennilega og af krafti og pressa þær svolítið vel í byrjun og reyna koma inn marki snemma og það tókst svo það létti af pressunni." 

Agla María hefur verið þekkt fyrir það að skora mörk en hefur farið hægt af stað á tímabilinu en er núna með 4 mörk í síðustu 2 leikjum.

„Þetta er eitthvað sem að ég vissi að myndi bara detta, ég fæ traustið frá þjálfurunum og þeir vita hvað ég get og við vissum að þau myndu fara detta mörkin og eins og ég sagði eftir bikarleikinn að þá eru þetta bara svona tómatsósu áhrif þegar maður byrjar að skora þá fara mörkin að detta en mörkin koma ekki nema maður sé með góða liðsfélaga." 

Nánar er rætt við Öglu Maríu Albertsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner