Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   þri 04. júlí 2023 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Máni stoltur af stráknum: Við Leedsarar eigum einn fulltrúa í liðinu
Icelandair
Flottir saman.
Flottir saman.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég held að við séum að fara að vinna þennan leik," sagði fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson í samtali við Fótbolta.net áður en hann hélt inn á Centenary leikvanginn í Möltu í kvöld.

Íslenska U19 landsliðið er að fara að spila gegn Spáni í fyrsta leik sínum í lokakeppnI Evrópumótsins. Sonur Mána, Róbert Frosti, er hluti af leikmannahópnum.

Lestu um leikinn: Ísland U19 1 -  2 Spánn U19

„Ég er alltaf stoltur af honum, alveg sama hvað hann gerir," segir Máni um son sinn.

Róbert Frosti er ekki eini Stjörnumaðurinn í liðinu, þeir eru fimm talsins. Ekkert félagslið er með fleiri leikmenn í liðinu en Stjarnan. Máni, sem er Stjörnumaður mikill, segir það ánægjulegt.

„Sonur minn er alltaf sérstaklega ánægður að vera valinn í landsliðið því þá hittir hann besta vin sinn sem er í Danmörku í atvinnumennsku (Daníel Frey). Þeir geta fengið að vera í herbergi saman, spilað PlayStation, horft á Apple TV og prumpað eða hvað þeir eru að gera þarna. Ég er mjög ánægður með minn strák og ég er sérstaklega stoltur að hann sé Leedsari. Við Leedsarar eigum einn fulltrúa í liðinu."

Máni hrósaði þjálfarateymi Íslands í viðtalinu en það er afar merkilegt að liðið sé komið hingað til Möltu á þetta lokamót. Íslensku strákarnir þurftu að leggja England að velli til að komast hingað. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner