
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég held að við séum að fara að vinna þennan leik," sagði fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson í samtali við Fótbolta.net áður en hann hélt inn á Centenary leikvanginn í Möltu í kvöld.
Íslenska U19 landsliðið er að fara að spila gegn Spáni í fyrsta leik sínum í lokakeppnI Evrópumótsins. Sonur Mána, Róbert Frosti, er hluti af leikmannahópnum.
Íslenska U19 landsliðið er að fara að spila gegn Spáni í fyrsta leik sínum í lokakeppnI Evrópumótsins. Sonur Mána, Róbert Frosti, er hluti af leikmannahópnum.
Lestu um leikinn: Ísland U19 1 - 2 Spánn U19
„Ég er alltaf stoltur af honum, alveg sama hvað hann gerir," segir Máni um son sinn.
Róbert Frosti er ekki eini Stjörnumaðurinn í liðinu, þeir eru fimm talsins. Ekkert félagslið er með fleiri leikmenn í liðinu en Stjarnan. Máni, sem er Stjörnumaður mikill, segir það ánægjulegt.
„Sonur minn er alltaf sérstaklega ánægður að vera valinn í landsliðið því þá hittir hann besta vin sinn sem er í Danmörku í atvinnumennsku (Daníel Frey). Þeir geta fengið að vera í herbergi saman, spilað PlayStation, horft á Apple TV og prumpað eða hvað þeir eru að gera þarna. Ég er mjög ánægður með minn strák og ég er sérstaklega stoltur að hann sé Leedsari. Við Leedsarar eigum einn fulltrúa í liðinu."
Máni hrósaði þjálfarateymi Íslands í viðtalinu en það er afar merkilegt að liðið sé komið hingað til Möltu á þetta lokamót. Íslensku strákarnir þurftu að leggja England að velli til að komast hingað. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir