Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 04. júlí 2024 22:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Grindvíkingar heimsóttu nágranna sína í Njarðvík á Rafholtvellinum þegar flautað var til leiks í 11.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Grindavík

„Ég er ótrúlega ánægður. Við vorum nokkuð brattir hérna fyrir leikinn. Byrjuðum illa en unnum okkur vel inn í leikinn og það var ljúft að þetta hafi dottið okkar megin." Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld.

Eftir vonbrigðartap í síðustu umferð var virkilega sterkt fyrir Grindavík að ná í sigur strax í næsta leik.

„Það skiptir öllu máli. Það var svolítið erfitt að kyngja því þessu tapi og við vorum á góðu rönni og óþarfi að missa það niður og Þróttararnir gerðu vel en svo að koma á útivöll á móti einu af toppliðum var rosalega sterkt að nýta tækifærið og svara fyrir síðustu frammistöðu." 

Adam Árni Róbertsson kom inn af bekknum í kvöld og setti sigurmarkið fyrir Grindavík.

„Það er nátturlega bara kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma eftir þessi hræðilegu meiðsli. Það var virkilega sætt að geta sett hann inná. Dagur Ingi búin að leggja þvílíka vinnu á sig inni á vellinum og einn að berjast við þrjá þarna aftast og lagði grunninn svo kemur bara Adam inn og siglir þessu. Hann á þetta mark þvílíkt skilið." 

„Gæjin kjálkabrotnaði og gafst ekki upp í eina sekúndu og hélt bara áfram að æfa og kemur bara í enn betra formi. Þannig ég samgleðst honum og allt liðið." 

Nánar er rætt við Harald Árna Hróðmarsson þjálfara Grindavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner