„Bara gríðarlega erfiður leikur á móti góðu liði og 50/50 leikur finnst mér bara. Við eigum góða kafla og slæma kafla en við tökum stigið á endanum“ sagði Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, eftir 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í Mosfellsbænum í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 2 - 2 Breiðablik
„Við þurftum bara að spila hraðar út í vængina, við erum með góða kantmenn og við viljum fá stöðuna einn á einn og koma honum inn í teig og fleira, við bara keyrðum upp tempóið aðeins betur“ segir hann, aðspurður hverju þeir breyttu í hálfleik til að koma honum í sína uppáhalds stöðu á vellinum, einn á bakvörðinn.
Hrannar Snær er að spila sitt fyrsta tímabil í efstu deild og hefur fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu en hvernig metur hann sitt eigið tímabil og hvert sér hann fram á að þetta Aftureldingarlið geti farið á þessu tímabili?
„Ég er bara mjög sáttur með mína frammistöðu og liðið það sem er komið af móti sko, við þurfum bara að halda áfram og sýna hvað við getum. Við getum gert góða hluti en ég segi bara áfram gakk og næsti leikur sko.“
Viðtalið við Hrannar má sjá í spilaranum hér að ofan