Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. ágúst 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Dómarinn hjá Blikum dæmdi í fræknum sigri Íslands á Laugardalsvelli
Bebek í leiknum á Laugardalsvelli 2014.
Bebek í leiknum á Laugardalsvelli 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður reynslumikill króatískur dómari sem dæmir á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld þegar Breiðablik leikur fyrri leik sinn gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni.

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangnum þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki skilyrði um aðstöðu og aðbúnað á þessu stigi en stærsti þátturinn snýr að því að flóðljósin eru ekki nægilega öflug.

Dómarinn Ivan Bebek, sem er 44 ára, hefur áður dæmt á Laugardalsvelli en hann var með flautuna þegar Ísland vann frækinn 3-0 sigur gegn Tyrklandi í undankeppni EM en leikurinn fór fram haustið 2014.

Hann kom við því sögu á leið Íslands að Evrópumótinu í Frakklandi.

Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson skoruðu í leiknum. Bebek lyfti upp rauða spjaldinu á 59. mínútu þegar Ömer Toprak, leikmaður Tyrklands, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Bebek hefur dæmt hjá ýmsum stórliðum í Meistaradeildinni á ferli sínum en undanfarin ár hefur hann verið meira að starfa í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner