Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 04. ágúst 2022 23:07
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Óþarfa tap fannst mér
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara súrt tap og svona óþarfa tap fannst mér. En svona er þetta bara, já bara hundfúlt," sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir tap gegn Þrótti R. í Bestu deild kvenna í kvöld.

Alexander var þó nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins heilt yfir. 

„Já svona heilt yfir sáttur sko. Mér fannst við gefa tvö ódýr mörk og það var svona það sem ég var ekki sáttur með. En fullt hrós á leikmennina, við sækjum fimm nýja erlenda leikmenn og þær lenda fyrir 4-5 dögum síðan og við höfum einhverjar þrjár æfingar til að koma þeim inn í þetta."


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Þróttur R.

Afturelding fékk til sín fimm nýja erlenda leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí.

„Þetta tekur bara allt tíma. Þær lentu hérna fyrir einhverjum þrem dögum og þetta tekur bara tíma. En eins og er búið að gerast bara í allt sumar þá er margt búið að koma upp á hjá okkur þannig við þurftum að gera eitthvað og við ákváðum að reyna að styrkja, að vera allavega með hóp til að klára tímabilið."

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir spilaði síðasta hálftímann í kvöld, en hún varð fyrir meiðslum rétt fyrir fyrsta leik tímabilsins, eftir að hafa verið markahæst í Lengjudeildinni síðasta sumar og verið algjör lykil leikmaður í liði Aftureldingar.

„Hún er alltaf bara að koma nær og nær þessu, hún lendir í mjög erfiðum meiðslum og það er mjög erfitt að koma til baka eftir 7-8 mánuði og spila. En mér fannst hún bara koma mjög fínt inn í þetta í dag, það er kraftur og þetta á bara eftir að verða betra."

Afturelding situr áfram í botnsæti deildarinnar og sækir Þór/KA heim á Akureyri á þriðjudaginn.

„Mér líst bara vel á þetta, þetta er bara tveir sigurleikir og við erum komin upp úr fallsæti þannig þetta er bara á meðan við gefum allt í þessa leiki þá hef ég engar áhyggjur af þessu," sagði Alexander að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir