Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   fim 04. ágúst 2022 23:07
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Óþarfa tap fannst mér
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara súrt tap og svona óþarfa tap fannst mér. En svona er þetta bara, já bara hundfúlt," sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir tap gegn Þrótti R. í Bestu deild kvenna í kvöld.

Alexander var þó nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins heilt yfir. 

„Já svona heilt yfir sáttur sko. Mér fannst við gefa tvö ódýr mörk og það var svona það sem ég var ekki sáttur með. En fullt hrós á leikmennina, við sækjum fimm nýja erlenda leikmenn og þær lenda fyrir 4-5 dögum síðan og við höfum einhverjar þrjár æfingar til að koma þeim inn í þetta."


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Þróttur R.

Afturelding fékk til sín fimm nýja erlenda leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí.

„Þetta tekur bara allt tíma. Þær lentu hérna fyrir einhverjum þrem dögum og þetta tekur bara tíma. En eins og er búið að gerast bara í allt sumar þá er margt búið að koma upp á hjá okkur þannig við þurftum að gera eitthvað og við ákváðum að reyna að styrkja, að vera allavega með hóp til að klára tímabilið."

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir spilaði síðasta hálftímann í kvöld, en hún varð fyrir meiðslum rétt fyrir fyrsta leik tímabilsins, eftir að hafa verið markahæst í Lengjudeildinni síðasta sumar og verið algjör lykil leikmaður í liði Aftureldingar.

„Hún er alltaf bara að koma nær og nær þessu, hún lendir í mjög erfiðum meiðslum og það er mjög erfitt að koma til baka eftir 7-8 mánuði og spila. En mér fannst hún bara koma mjög fínt inn í þetta í dag, það er kraftur og þetta á bara eftir að verða betra."

Afturelding situr áfram í botnsæti deildarinnar og sækir Þór/KA heim á Akureyri á þriðjudaginn.

„Mér líst bara vel á þetta, þetta er bara tveir sigurleikir og við erum komin upp úr fallsæti þannig þetta er bara á meðan við gefum allt í þessa leiki þá hef ég engar áhyggjur af þessu," sagði Alexander að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner