fim 04. ágúst 2022 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Besta mark Íslandsmótsins hingað til
Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
Jóhann fagnar marki.
Jóhann fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besti leikmaður í 13. umferð 3. deildar var Jóhann Þór Arnarsson úr Víði Garði.

Þetta er í annað sinn í sumar þar sem Jóhann hlýtur þessa útnefningu hjá Ástríðunni.

„Hann fær þetta fyrir að skora tvö mörk í mikilvægu jafntefli og á hann líka stórkostlegt mark, besta mark Íslandsmótsins hingað til," sagði Óskar Smári Haraldsson.

„Þetta var frábær hjólhestaspyrna. Hann er heldur betur vel að þessu kominn," sagði Sverrir Mar Smárason.

Jóhann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk þegar þessi frétt er skrifuð.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
9. umferð - Nökkvi Egilsson (Augnablik)
10. umferð - Hermann Þór Ragnarsson (Sindri)
11. umferð - Ásgeir Elíasson (KFS)
12. umferð - Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir)


Ástríðan - 3. deildar special - 13. og 14. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner