Gary O'Neil, stjóri Wolves, er við það að fara að skrifa undir nýjan langtíma samning hjá félaginu.
41 árs gamli englendingurinn tók við liðinu í fyrrasumar og stýrði þeim seinasta tímabil. Hann kom til Svartalandsins frá Bournemouth fyrir seinasta tímabil.
O'Neil tók við af núverandi stjóra West Ham, Julen Lopetegui, sem hætti með liðið skömmu fyrir seinasta tímabil. Spænski stjórinn sagði upp störfum þar sem hann vildi meina að félagið væri ekki að bakka hann nægilega mikið upp.
Þá skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið en samningsviðræður eru í gangi núna milli hans og Wolves um nýjan langtíma samning.
Gary hefur stýrt Wolves í 45 leikjum í öllum keppnum og unnið 17 leiki, hann var með 1.3 stig að meðaltali í leik í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.
Úlfarnir lentu í 14. sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en margir hverjir vildu meina að þeir hefðu átt að enda ofar í töflunni eftir að hafa verið liðið sem lenti hvað verst í VAR á seinustu leiktíð í deildinni.