Victor Osimhen, framherji Napoli, hefur verið sterklega orðaður við Chelsea að undanförnu en Romelu Lukaku fer þá líklega í hina áttina.
The Athletic greinir frá því að Osimhen fari til Chelsea á láni en Lundúnarliðið hafi möguleika á að kaupa hann síðar. Lukaku yrði þá seldur til Napoli.
Ítalski miðillinn Corriere dello Sport segir þá frá því að ekkert gæti orðið út úr þessum skiptum þar sem Osimhen sé ekki á þeim buxunum að fara til Chelsea.
Þessi 25 ára gamli nígeríski framherji hefur ekkert komið við sögu á undirbúningstímabilinu hjá Napoli en er framtíð hans hjá félaginu í mikilli óvissu.
Athugasemdir