Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. september 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Noble lýsti yfir reiði sinni á Twitter
Peningurinn verður notaður til að kaupa Tarkowski
Mynd: Getty Images
Mark Noble, fyrirliði West Ham United, hefur tekið undir með stuðningsmönnum félagsins sem eru reiðir með ákvörðun stjórnarinnar að selja Grady Diangana til West Bromwich Albion.

West Brom eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og stóð Diangana sig vel að láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.

Diangana, 22 ára, er fjölhæfur og getur spilað á miðjunni og báðum köntum þó hann sé vinstri kantmaður að upplagi.

„Sem fyrirliði þessa knattspyrnufélags er ég niðurbrotinn, reiður og sorgmæddur að Grady sé búinn að yfirgefa félagið. Þetta er frábær strákur sem á frábæra framtíð fyrir sér!!!!" skrifaði Noble á Twitter.

Hamrarnir gáfu út yfirlýsingu fyrr í dag eftir að stuðningsmenn félagsins kvörtuðu undan sölunni á Diangana.

„Ákvörðunin að selja Grady var erfið en að lokum teljum við hana besta fyrir félagið. Peningurinn mun vera notaður til að styrkja önnur svæði aðalliðsins," sagði í yfirlýsingunni.

Hamrarnir fá tæpar 20 milljónir fyrir Diangana og ætla að nota þær til að kaupa James Tarkowski, miðvörð Burnley.


Athugasemdir
banner
banner
banner