Leikur Fram og KA í 20. umferð Bestu deildarinnar fer fram í Úlfarsárdal klukkan 18:00 á eftir.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 KA
KA menn sitja í 2. sæti og geta búið til smá pláss milli síns og Víkings með sigri í dag þar sem Víkingar gerðu jafntefli við ÍBV fyrr í dag.
Frammarar sitja í 7. sæti og eru í harðri baráttu um að komast upp í efri hluta deildarinnar fyrir skiptingu en þeir eru 3 stigum á eftir KR eins og er.
Jón Sveinsson þjálfari Fram stillir fram óbreyttu liði frá síðustu viðureign sem var jafntefli á útivelli við Val.
Arnar Grétarsson þjálfari KA gerir 3 breytingar á liði sínu sem tapaði 2-1 gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Það eru þeir Elfar Árni Aðalsteinsson, Hrannar Björn Steingrímsson og Sveinn Margeir Hauksson sem koma úr liðinu og í stað þeirra koma Andri Fannar Stefánsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Þorri Mar Þórisson.
Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon
10. Fred Saraiva
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson
Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson
28. Gaber Dobrovoljc