Heimsmeistarar Chelsea eru alvarlega að íhuga að rifta samningi enska vængmannsins Raheem Sterling eftir að leikmanninum mistókst að finna sér nýtt lið fyrir lok gluggans.
Sterling á enga framtíð hjá Chelsea og hefur afstaða félagsins verið nokkuð skýr í sumar.
Hann hefur ekkert æft né spilað með liðinu og reyndi Chelsea hvað það gat til að losa sig við hann í glugganum.
Fulham hafði áhuga á að fá því að fá hann á láni, en ekkert varð úr þeim skiptum og er hann enn á mála hjá þeim bláu.
Football Insider hefur heimildir fyrir því að Chelsea vilji rifta samningi Sterling sem þénar um það bil 300 þúsund pund í vikulaun, en hann á tvö ár eftir af samningnum.
Þetta yrði dýrkeypt riftun en Chelsea mun reyna að finna lendingu sem hentar báðum aðilum.
Sterling kom til Chelsea frá Manchester City árið 2022, en náði aldrei að festa sig í sessi. Á síðustu leiktíð eyddi hann tímabilinu á láni hjá Arsenal, en fann sig ekki heldur þar.
Athugasemdir