Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Onana til Tyrklands?
Mynd: EPA
André Onana, markvörður Manchester United, gæti verið á förum frá félaginu á næstu dögum.

Man Utd keypti belgíska markvörðinn Senne Lammens frá Antwerp á lokadegi gluggans og er honum ætlað að taka markvarðarstöðuna hjá liðinu.

Það eru slæmar fréttir fyrir Onana sem hefur ekki spilað deildarleik með United á tímabilinu. Hann spilaði hins vegar leik liðsins gegn Grimsby í deildabikarnum þar sem hann leit ekkert sérstaklega vel út og var einn af slökustu leikmönnum vallarins er United datt óvænt úr leik.

Tyrkneski blaðamaðurinn Hasan Tuncel, sem sérhæfir sig í fréttum um Trabzonspor, segir að félagið hafi sent Man Utd lánstilboð í Onana.

Félagið er að vega og meta tilboðið, en tyrkneski glugginn er opinn til 8. september og því nægur tími til stefnu, Glugginn í Sádi-Arabíu er opinn tveimur dögum lengur, en félög þar hafa sýnt Onana áhuga síðasta árið.
Athugasemdir
banner