Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 19:52
Brynjar Ingi Erluson
Kristall skoraði og lagði upp í tíu marka sigri - Flott frumraun hjá Rúnari
Kristall skoraði og lagði upp
Kristall skoraði og lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason skoraði og lagði upp í 10-0 stórsigri SönderjyskE á Raklev í 64-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld.

Fyrrum Víkingurinn lagði upp þriðja mark SönderjyskE er hann stýrði hornspyrnu sinni á hausinn á Gideon Duru sem stangaði boltann í netið.

Kristall skoraði síðan fimmta mark leiksins og hefur því skorað í síðustu tveimur leikjum danska liðsins.

Rúnar Þór Sigurgeirsson, sem kom til SönderjyskE frá Willem II undir lok gluggans, kom inn á í hálfleik og lagði upp tíunda og síðasta mark leiksins. Flott frumraun hjá honum.

Daníel Leó Grétarsson er einnig á mála hjá félaginu, en var ekki með í dag þar sem hann er í A-landsliðinu fyrir leikina gegn Aserbaídsjan og Frakklandi í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner