Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Spilar lykilhlutverk í Feneyjum - „Alvöru bolti og deildin ekki galin“
Mynd: Venezia FC
Mynd: Venezia FC
Mosfellingurinn Bjarki Steinn Bjarkason var að hefja sjötta tímabil sitt með ítalska félaginu Venezia, en liðið stefnir á að fara aftur upp í Seríu A eftir að hafa fallið í vor.

Venezia hafnaði í næst neðsta sæti A-deildarinnar á síðustu leiktíð, en það var annað tímabil Bjarka í efstu deild.

Giovanni Stroppa tók við liðinu í sumar eftir að hafa stýrt Cremonese upp í A-deildina í vor, sem var í þriðja sinn á hans ferli sem honum tekst að komast upp í deild þeirra bestu.

„Þetta bara mjög vel af stað. Við erum komnir með nýjan þjálfara sem vill vera 'dominerandi' og vill 'dominera' leikina. Mér finnst við vera að gera það vel og ætlum að halda áfram að gera það og koma okkur beint aftur upp í Seríu A,“ sagði Bjarki við Fótbolta.net

Bjarki hefur byrjað báða deildarleiki tímabilsins og skorað eitt mark.

„Ég er búinn að spila alla fyrstu leikina og er annað hvort vinstra eða hægra megin í þriggja hafsenta kerfi. Ég er vængbakvörður, líst vel á það og er að gera það vel.“

„Það er rétt. Ég var með annað í leiknum en það var tekið af. Það var smá skellur en fínt að byrja á marki.“


Venezia hefur unnið einn og gert eitt jafntefli, en markmiðið er klárlega að komast aftur upp.

„Mjög góðir möguleikar. Eins og ég sagði þá vill hann vera 'dominerandi' og mér finnst við hafa verið það í fyrstu leikjunum og við ætlum að halda því áfram. Með því áframhaldi þá ætlum við beint upp.“

Bjarki segir B-deildina ekki vera neitt grín. Deildin er mjög líkamleg og að erfitt sé að komast beint upp í A-deildina.

„Að sjálfsögðu er alltaf gæðamunur á deildunum en þetta er engin galin deild. Þetta er alvöru bolti og menn eru mjög harðir og alltaf erfitt að komast upp úr þessari deild, en það er samt stefnan hjá okkur,“ sagði Bjarki í lok viðtals.
Athugasemdir
banner