
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Aserbaídsjan, 2-1, í fyrsta leik sínum í æfingamóti í Slóveníu í dag.
Staðan var markalaus í hálfleik en í byrjun þess síðari skoruðu Aserar tvö mörk.
Tuttugu mínútum fyrir leikslok minnkaði varamaðurinn Jónatan Guðni Arnarsson muninn með laglegri afgreiðslu úr teignum. Jónatan er á mála hjá Norrköping í Svíþjóð og hefur verið að fá mínútur í sænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Ísland mætir næst Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardag og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu klukkan 15:00 á Síminn Sport.
Athugasemdir