Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 19:21
Elvar Geir Magnússon
Heimild: VG 
Freyr segir Bodö/Gimt með hroka - „Seljum ekki leikmenn til þeirra“
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann.
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann.
Mynd: EPA
Felix Horn Myhre.
Felix Horn Myhre.
Mynd: EPA
Freyr Alexandersson þjálfari Brann er heldur betur óhress með það hvernig keppinautarnir í Bodö/Glimt báru sig að þegar þeir reyndu að kaupa miðjumanninn Felix Horn Myhre rétt fyrir gluggalok.

Á síðustu stundu kom tilboð sem Freyr segir að sýni merki um hroka hjá norsku meisturunum.

„Bodö/Glimt heldur að félagið geti komið á lokadegi gluggans og keypt besta miðjumann Noregs fyrir þriðjung eða fjórðung af því sem þeim var boðið fyrir Patrick Berg. Það er mjög hrokafullt," sagði Freyr í viðtali við Bergens Tidende.

Freyr setur spurningamerki við að tilboðið hafi komið degi áður en Myhre kemur til móts við norska landsliðið. Leikmaðurinn steig svo fram í viðtali sjálfur og lýsti því yfir að hann vildi fara til Bodö/Glimt.

„Ég skil að það freisti þín þegar einhver kemur með stóran peningapoka rétt áður en glugganum lokar. En ég var ekki ánægður með þetta viðtal sem hann fór í. Ég verð að vera hreinskilinn með það," segir Freyr en segir að virðing hans fyrir leikmanninum hafi þó ekki boðið hnekki.

Freyr segir að Myhre hafi ekki verið nálægt því að ganga í raðir Bodö/Glimt: „Við seljum ekki leikmenn til Bodö/Glimt," sagði Freyr ákveðinn.

Norskir fjölmiðlar reyndu að leita viðbragða frá Bodö/Glimt en félagið vill ekki tjá sig um ummæli Freys.
Athugasemdir
banner