Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
„Ekki ánægður með tíma minn hjá Plymouth“
Mynd: Plymouth
Mynd: Plymouth
„Ekkert frábærlega,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson er hann var spurður um hvernig hann huhsi til baka um veru sína hjá enska félaginu Plymouth Argyle, en hann segist hafa upplifað erfiða tíma þar. Hann ræddi við Fótbolta.net um ævintýri sitt hjá félaginu.

Wayne Rooney sótti Guðlaug Victor til Plymouth frá belgíska félaginu Eupen.

Rooney var rekinn um áramótin eftir arfaslakan árangur í ensku B-deildinni. Guðlaugur kláraði tímabilið með liðinu og átti mjög flotta leiki í restina, en það dugði ekki til að halda liðinu upp.

Varnarmaðurinn hóf þetta tímabil með Plymouth, en ákvað að yfirgefa félagið og ganga í raðir Horsens eftir að hafa tekið samtal með enska félaginu.

„ Mjög erfitt ár í fyrra, með tvo mjög mismunandi þjálfara. Ég spilaði ekki mikið fyrir jól, spilaði aðeins meira eftir jól og náði aðeins að sýna mitt rétta andlit, en við féllum sem er alls ekki gott.“

„Fyrstu fjórir leikirnir á þessu tímabili voru ekkert frábærir en mjög spennandi þjálfari sem var að koma, Tom Cleverley, mjög ungur. Frábær manneskja og frábær þjálfari, en þetta var bara best í stöðunni, fyrir mig, hann og klúbbinn. Við enduðum þetta allt í mjög góðu og þegar þetta kom upp með Horsens spjallaði ég við þá og við fundum góða lausn. Þegar á heildina er litið er ég samt ekki ánægður með tíma minn hjá Plymouth, en samt mjög gaman að hafa spilað í Championship þrátt fyrir erfiða tíma og gaman að fara aftur til Englands og prufa það.“

„Championship og League One eru góðar og erfiðar deildir. Það er mikið af leikjum, en eins og ég segi þá lít ég til baka á þetta sem erfiðan tíma og ekkert frábæran. En þetta fer beint í reynslubankann,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner