Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Olga áfram hjá ÍBV (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Lettneska fótboltakonan Olga Sevcova hefur framlengt við ÍBV út næsta tímabil en frá þessu er greint á ÍBVSport í dag.

Olga hefur farið mikinn á fimm árum sínum í Eyjaliðinu og náð að tengjast Eyjunni og félaginu sterkum böndum.

Hún kom til félagsins árið 2020 og skoraði þá þrjú mörk í fimmtán deildarleikjum, en síðustu ár hefur hún reynst liðinu ótrúlega mikilvæg.

Í sumar hefur hún raðað inn mörkunum í Lengjudeildinni og átt stóran þátt í að liðið vann deildina og tryggði sér sæti aftur upp í Bestu deildina. Olga, sem er 33 ára gömul, hefur skorað 14 mörk og komið að tíu öðrum á tímabilinu.

Alls hefur hún skorað 49 mörk í deild- og bikar á þessum fimm árum.

Nú er staðfest að Olga mun taka slaginn með ÍBV í Bestu deildinni á næstu leiktíð sem verður að teljast fagnaðarefni fyrir Eyjaliðið.

Hún verður væntanlega í eldlínunni á morgun er ÍBV heimsækir Fylki í lokaumferð Lengjudeildarinnar.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 17 15 1 1 69 - 14 +55 46
2.    HK 17 12 1 4 48 - 25 +23 37
3.    Grindavík/Njarðvík 17 11 2 4 39 - 21 +18 35
4.    Grótta 17 11 1 5 35 - 25 +10 34
5.    KR 17 8 1 8 42 - 42 0 25
6.    ÍA 17 6 3 8 25 - 33 -8 21
7.    Haukar 17 6 1 10 26 - 44 -18 19
8.    Keflavík 17 4 4 9 23 - 27 -4 16
9.    Fylkir 17 2 2 13 20 - 49 -29 8
10.    Afturelding 17 2 0 15 12 - 59 -47 6
Athugasemdir