Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 4-1 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
„Ég er sáttur með þrjú mikilvæg stig. Þetta var sex stiga leikur og Fylkir eru búnir að vera góðir í allt sumar. En við héldum okkar uppleggi og mér fannst við vera með stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu." sagði Höskuldur eftir leikinn í kvöld.
„Ég er sáttur með þrjú mikilvæg stig. Þetta var sex stiga leikur og Fylkir eru búnir að vera góðir í allt sumar. En við héldum okkar uppleggi og mér fannst við vera með stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu." sagði Höskuldur eftir leikinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 Fylkir
Höskuldur lagði upp eitt mark í leiknum og spilaði vel en hefði þrátt fyrir það hæglega getað skorað nokkrum sinnum, en Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, nefndi það rétt áður en að viðtalið hófst.
„Ég tek það á mig. Hann (Halldór Árnason) verður að taka mig í aukakennslu í að slútta. Ég er bara að leggja upp þessa daganna" sagði Höskuldur léttur.
Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í Evrópubaráttunni sem að er framundan en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum.
„Þetta er mjög þétt þarna fyrir neðan Val sem að er búið að stinga af þannig að þetta eru bara fjórir úrslitaleikir sem að eru eftir." sagði Höskuldur um komandi leiki.
Nánar er rætt við Höskuld í spilaranum að ofan.
Athugasemdir