Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 04. október 2020 17:48
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves fær Ait-Nouri lánaðan með kaupmöguleika (Staðfest)
Vinstri bakvörðurinn Rayan Aït-Nouri hefur verið staðfestur sem nýr leikmaður Wolves eftir 1-0 sigur liðsins gegn Fulham í dag.

Aït-Nouri er 19 ára gamall og kemur að láni frá Angers. Hann mun leysa stöðu vinstri bakvarðar af hólmi eftir að Ruben Vinagre skipti yfir til Olympiakos á samskonar lánssamningi.

Þessi efnilegi bakvörður á tólf leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka, þar á meðal tvo leiki fyrir U21 liðið.

Hann er afar fjölhæfur og getur leikið allsstaðar á vinstri vængnum.

Úlfarnir geta keypt Aït-Nouri fyrir 20 milljónir punda á næsta ári.
Athugasemdir
banner