Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. október 2021 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þegar þú ert að þjálfa fótboltalið þarf alltaf að hugsa til framtíðar"
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit
Guy Smit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa verður áfram
Túfa verður áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiríkur Þorvarðarson.
Eiríkur Þorvarðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir hefur nokkrum sinnum lyft þeim stóra.
Heimir hefur nokkrum sinnum lyft þeim stóra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari ræddi við Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, í dag og fór yfir sviðið með honum. Ýmsar sögur um ólgu innan leikmannahóps Vals hafa heyrst og þá hafa mál Hannesar Halldórssonar og Kristins Sigurðssonar verið mikið í umræðunni.

Sjá einnig:
Heimir vildi ekki tjá sig um mál Hannesar - Ákveðið að endurnýja ekki samning Kristins

Tímabilið hjá karlaliði Vals voru mikil vonbrigði, liðið endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn Lengjudeildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Heimir hafði, eftir að hafa verið spurður út í Kristin Frey, talað um að Val vantaði stöðugleika.

„Við erum að skoða leikmannamálin. Það er ljóst að ef tekin eru síðustu þrjú ár, 6. sætið 2019, Íslandsmeistarar 2020 og fimmta sætið núna 2021, að okkur vantar stöðugleika. Auðvitað gera menn sér grein fyrir því að það er ekki alltaf hægt að verða Íslandsmeistari en félag eins og Valur verður að vera með lið sem er alltaf samkeppnishæft í toppbaráttu. Ef við lítum á þessi þrjú ár þá þarf að gera einhverjar breytingar til að reyna viðhalda stöðugleika og viðhalda velgengni," sagði Heimir.

Síðasta vetur var mikið fjallað um að Valsmenn æfðu stundum tvisvar á dag og væru mikið saman á Valssvæðinu. Fréttaritari velti því fyrir sér í samtalinu við Heimi hvort það hefði verið ein af ástæðunum fyrir slæmu gengi.

Var komin þreyta innan hópsins, of mikil samvera?

„Það var mikið rætt um það á síðasta ári að íslenskur fótbolti væri ekki vel staddur og væri í hálfgerðum ruslflokki. Þetta var ein leið til að gera okkur samkeppnishæfari. Við munum að sjálfsögðu halda þessu áfram því við vitum að Róm var ekki byggð á einum degi og þetta mun taka einhvern tíma."

„Ég held að það sé ekki ástæðan fyrir því að við náðum ekki eins langt og menn hefðu vonað. Menn voru alls ekki orðnir þreyttir á hvor öðrum. Þetta var ekki gert yfir sumarið. Ef við lítum á sumarið þá var Valur í toppbaráttu þangað til í 20. umferð."


Ekki heyrt af ólgu innan leikmannahópsins
Það hafa heyrst sögur um að það sé ólga innan leikmannahópsins, hefuru heyrt af því?

„Nei, ég held að það sé engin ólga innan leikmannahópsins, ég hef ekki heyrt það."

Þurfa að snúa bökum saman
Helduru að þetta séu sögur sem eru búnar til?

„Það er búið að vera þannig að það hefur oft verið talað og mikið af sögum. Það er ekkert sem við getum gert að. Á endanum er þetta þannig að menn þurfa að snúa bökum saman og halda áfram. Það er það sem skiptir öllu máli."

Börkur kom fram og staðfesti að þú yrðir áfram þjálfari liðsins. Var einhver umræða á milli ykkar hvort þú yrðir áfram? „Það var í sjálfu sér alltaf klárt enda ekki komið ár síðan Valur varð Íslandsmeistari síðast."

Túfa verður áfram - Langbesti markmannsþjálfari í sögu íslensks fótbolta hættur
Verða breytingar í þjálfarateyminu? Verður Túfa áfram?

„Túfa verður áfram og svo erum við að leita að markmannsþjálfara eftir að langbesti markmannsþjálfari í sögu íslensks fótbolta [Eiríkur Þorvarðarson] þurfti að hætta þar sem hann fór í mjaðmaskiptaaðgerð. Það er missir af Eika."

Horft til framtíðar þegar Guy er tekinn inn
Þið takið inn Guy Smit, hver er hugsunin þar?

„Þegar þú ert að þjálfa fótboltalið þarf alltaf að hugsa til framtíðarinnar og Guy Smit stóð sig vel með Leikni á leiktíðinni. Hugsunin með hann er sú að líta til framtíðar. Klúbbur eins og Valur á alltaf að hugsa hlutina þannig að ef menn hætta eða eru komnir á aldur að búið sé að tryggja sér það að vera klárir með einhvern til að taka við."

Þið eruð með Svein Sigurð og Hannes. Er of mikið að vera með þrjá góða markmenn? „Það er góð spurning, ég hef ekki svar við því."

Tíu sinnum meistari á sautján árum
Að lokum, Heimir, finnst þér þú vera rétti maðurinn til að ná í þennan stöðugleika sem þú talar um að Valur sé að leitast eftir?

„Frá árinu 2000 er maðurinn sem þú ert að tala við búinn að vinna níu Íslandsmeistaratitla og einn landstitil í Færeyjum. Það er mitt svar við þessu," sagði Heimir.

Heimir vann deildina sem leikmaður FH árin 2004 og 2005, aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar árið 2006 og svo sem aðalþjálfari árin 2008, 2009, 2012, 2015, 2016. Í fyrra varð hann Íslandsmeistari hjá Val og árið 2018 Færeyjarmeistari með HB.
Athugasemdir
banner
banner