Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Ramsdale: Sama um bikara ef ég er á bekknum
Aaron Ramsdale.
Aaron Ramsdale.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aaron Ramsdale markvörður Southampton segist hafa yfirgefið Arsenal því honum var sama um bikara ef hann var ekki að spila. Hann gekk í raðir Southampton í sumar og gerði fjögurra ára samning.

Á síðasta tímabili sló David Raya hann út hjá Arsenal og Ramsdale varð varamarkvörður. Ramsdale lék aðeins sex úrvalsdeildarleiki á síðasta tímabili.

„Það hefði ekki haft mikla þýðingu fyrir mig að vinna bikara sitjandi á bekknum. Ég vildi bara spila fótbolta. Sem ungur strákur vildi ég bara leika mér í fótbolta, ekki sitja á bekk," segir Ramsdale.

Southampton er aðeins með eitt stig og heimsækir Arsenal á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner