Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. nóvember 2020 09:39
Magnús Már Einarsson
Klopp í skýjunum með Rhys Williams
Rhys Williams í baráttunni.
Rhys Williams í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósaði hinum 19 ára gamla Rhys Williams í hástert fyrir frammistöðu sína í vörninni í 5-0 sigrinum á Atalanta í gær.

„Hann var framúrskarandi. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera 19 ára að spila annan leiknn sem atvinnumaður í Meistaradeildinni gegn (Duvan) Zapata. Það er ótrúlegt. Ég hefði verið mjög stressaður en strákurinn var það ekki," sagði Klopp.

„Hvernig liðið varðist í kvöld (í gær) var algjörlega ótrúlegt. Þegar við skildum öftustu línu eina eftir, sem gerðist af og til, þá unnu þeir baráttuna."

„Við urðum að breyta því Virg (Van Dijk) er ekki hér lengur svo við þurfum að deila ábyrgðinni. Við setjum hana á hendur 10 aðila í stað eins og í kvöld náði aftasta lína að hjálpa hvor öðrum."

„Ég gæti ekki verið ánægðari fyrir hönd Rhys. Þú sást það í klefanum eftir leik að það hefði þurft eitthvað sérstakt til að ná brosinu af honum!"

Athugasemdir
banner
banner
banner