Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. nóvember 2020 21:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Ófyrirgefanlegt
Mynd: Getty Images
„Frammistaðan var ekki nægilega góð á móti liði sem hljóp mikið og vann vel. Þeir sóttu hratt á móti okkur nokkrum sinnum, skoruðu tvö mörk sem gerist þegar þú verst ekki nægilega vel í Evrópuleikjum," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United eftir 2-1 tap gegn Istanbul Basaksehir í kvöld.

„Í fyrsta markinu tökum við stutt horn og gleymum fremsta manni þeirra. Það er ófyrirgefanlegt. Í seinna markinu líka, þá erum við ekki nægilega skipulagðir. Tvö slæm mörk sem við gefum og við gerðum ekki nóg í seinni hálfleiknum," sagði Solskjær um varnarleikinn. Þetta var annað tap United í röð, liðið tapaði einnig gegn Arsenal á sunnudag.

„Þessi tvö töp hefur slegið okkur vel til baka. Raunveruleikinn bankar á dyrnar þegar þú spilar fótboltaleik. Ekkert verður eins fljótt hluti af sögunni og fótboltaleikur. Þú mætir ekki bara til leiks í Meistaradeildinni og færð þrjú stig. Þeir eru með skipulagt lið og við vorum ekki nægilega góðir, þannig er þetta."

„Það er ekki auðvelt að vera jákvæður núna, þegar þú hefur tapað eins og við gerðum en þessir leikmenn eru góðir og við eigum góðan möguleika á laugardag til að koma okkur í gang aftur,"
sagði Solskjær.

United mætir Everton í hádegisleik á laugardag.

Athugasemdir
banner
banner