Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. nóvember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Basten: Ég er ekki góður knattspyrnustjóri
Marco van Basten og Jörundur Áki Sveinsson.
Marco van Basten og Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenska goðsögnin Marco Van Basten segir að það sé slæmt fyrir heilsuna að vera knattspyrnustjóri.

Van Basten var frábær fótboltamaður en hann þurfti að hætta snemma vegna meiðsla og fór hann út í þjálfun árið 2004. Hann þjálfaði hollenska landsliðið, Ajax, Heerenveen og AZ Alkmaar en segist vera feginn því að vera ekki í bransanum lengur.

„Ég er ekki góður knattspyrnustjóri," sagði Van Basten í samtali við Guardian.

„Ég get þjálfað fótboltamenn og talað um fótbolta. En að tapa sem þjálfari, það er sársaukafullt. Ég gat ekki lifað með því. Sem knattspyrnustjóri þarftu að vera jákvæður við leikmenn þína, þú þarft að vera eins og faðir við son, og ég var ekki með það."

„Þessi starfsgrein er líka slæm fyrir heilsu þína. Þegar ég var aðstoðarþjálfari þá var ég gáfaður og gat hjálpað. Sem aðalþjálfari var ég andstæðan við það. Ég tók góða ákvörðun að hætta þessu. Ég er núna að gera aðra hluti og er mun frjálsari."
Athugasemdir
banner
banner