Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. nóvember 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Betra jafnvægi á miðju Chelsea án Enzo
Enzo gæti átt erfitt með að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.
Enzo gæti átt erfitt með að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.
Mynd: EPA
Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC, telur að það verði erfitt verk fyrir Enzo Fernandez að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Chelsea.

„Mér finnst jafnvægið á miðsvæðinu hjá Chelsea betra án Fernandez, í hreinskilni sagt," segir McNulty um argentínska landsliðsmanninn.

„Moises Caicedo hefur verið frábær bæði gegn Liverpool og Manchester United. Hann hefur sýnt af hverju Chelsea borgaði svona mikið fyrir hann. Það var mikil ringulreið í félaginu þegar hann kom fyrst en nú er hann farinn að sýna hvað í honum býr."

„Romeo Lavia hefur líka verið mjög flottur eftir að hafa lent í meiðslavandræðum á sínu fyrsta tímabili á Stamford Bridge."

Chelsea er í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner