Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 04. desember 2021 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Dortmund og Bayern: Haaland gegn Lewandowski
Borussia Dortmund og Bayern München mætast í stærsta leik helgarinnar í þýska boltanum klukkan 17:30 en tveir heitustu framherjar heims, Erling Braut Haaland og Robert Lewandowski, byrja báðir.

Bayern er á toppnum með 31 stig en Dortmund í öðru sæti með 30 stig.

Kingsley Coman og Leroy Sane eru á köntunum hjá Bayern en Mohamed Dahoud er á miðjunni hjá Dortmdun með Jude Bellingham og Emre Can.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Viaplay.

Dortmund: Kobel; Meunier, Akanji, Hummels, Guerreiro; Emre Can, Bellingham, Dahoud; Brandt, Haaland, Reus

Bayern: Neuer; Pavard, Upamecano, Lucas Hernandez, Davies; Tolisso, Goretzka; Coman, Muller, Sane; Lewandowski.
Athugasemdir
banner