Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 12:20
Aksentije Milisic
Moyes: Spiltími Lingard hjá Man Utd vonbrigði
Á góðri stundu með West Ham.
Á góðri stundu með West Ham.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, tjáði sig um Jesse Lingard á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Chelsea í dag.

Lingard hefur ekki byrjað í neinum leik í deildinni á þessu tímabili fyrir Manchester United en hann hefur átta sinnum komið inn á af bekknum.

Lingard var frábær með West Ham á síðari hluta tímabils í fyrra á láni en liðinu tókst ekki að fá hann frá Man Utd í sumar. Það var aldrei að fara gerast hafði Moyes greint frá áður.

„Hann er leikmaður Man Utd og því get ég eiginlega ekki verið að tala um hann. Hann var mjög góður fyrir okkur og Jesse veit hversu mikið við metum hann," sagði Skotinn.

„Það eru vonbrigði hvað hann hefur spilað lítið því þetta er hæfileikaríkur leikmaður. Hann var lykilmaður hjá okkur á síðari hluta tímabils í fyrra."

Lingard gæti verið á leiðinni burt í næsta mánuði en spurning er hvort hann fái fleiri tækifæri undir stjórn Ralf Rangnick, nýja stjóra Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner