Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 16:10
Aksentije Milisic
Newcastle reiðubúið að gera Lingard þann launahæsta
Mynd: Getty Images
Newcastle United vill fá Jesse Lingard, leikmann Manchester United og er félagið tilbúið að gera hann þann launahæsta hjá liðinu.

Lingard hefur verið orðaður við Newcastle allt frá því að nýju eigendur liðsins frá Sádi Arabíu keyptu félagið.

Times greinir frá því að Newcastle er tilbúið að gera Lingard að launahæsta leikmanni félagsins en liðið vill fá hann strax í janúar mánuði.

Samningur Lingard við Man Utd rennur út næsta sumar og vill Newcastle fá hann í næsta mánuði í þeirri von um að halda sæti sínu í deildinni. Newcastle er í neðsta sæti deildarinnar og án sigurs.

Sagt er að Lingard myndi fá fjögurra og hálfs árs samning og myndi hann vera með töluvert hærri laun heldur en launahæsti leikmaður liðsins í dag, Miguel Almiron, sem er með 100 þúsund pundum á viku.

Lingard hefur ekki byrjað einn einasta leik hjá Man Utd í deildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner