Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 17:43
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Fyrsta tap Xavi kom gegn Betis
Xavi tapaði fyrsta leiknum í dag
Xavi tapaði fyrsta leiknum í dag
Mynd: EPA
Barcelona tapaði fyrir Real Betis, 1-0, í spænsku deildinni í dag en þetta var fyrsta tap liðsins undir stjórn Xavi.

Xavi tók við Börsungum í byrjun nóvember. Liðið hafði gert tvö jafntefli og unnuð tvo undir hans stjórn fram að leiknum gegn Betis í dag.

Juanmi skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu leiksins eftir sendingu frá Cristian Tello. Betis er í 3. sæti með 30 stig en Barcelona í 7. sæti með 23 stig.

Sevilla lagði þá Villarreal með sömu markatölu. Argentínski kantmaðurinn Lucas Ocampos skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Sevilla er í öðru sæti með 31 stig en Evrópudeildarmeistararnir, Villarreal, í 12. sæti með 16 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Sevilla 1 - 0 Villarreal
1-0 Lucas Ocampos ('16 )

Barcelona 0 - 1 Betis
0-1 Juanmi ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner