Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   sun 04. desember 2022 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Kane loksins kominn á blað eftir laglega skyndisókn
Harry Kane fagnar fyrsta markinu af mikilli innlifun
Harry Kane fagnar fyrsta markinu af mikilli innlifun
Mynd: Getty Images
Harry Kane, fyrirliði Englands, skoraði fyrsta mark sitt á HM í Katar undir lok fyrri hálfleiks gegn Senegal og kom liðinu í 2-0.

Jordan Henderson kom Englendingum yfir á 38. mínútu leiksins með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Jude Bellingham.

Bellingham átti svo risastóran þátt í öðru marki Englands. Hann vann boltann á eigin vallarhelming, keyrði fram og kom boltanum inn fyrir á Phil Foden sem var snöggur að skila boltanum til hliðar á Kane.

Kane var kominn einn gegn Edouard Mendy og tók fasta spyrnu framhjá Mendy og í netið. Fyrsta markið staðreynd og England með annan fótinn í 8-liða úrslit.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner