
Harry Kane, fyrirliði Englands, skoraði fyrsta mark sitt á HM í Katar undir lok fyrri hálfleiks gegn Senegal og kom liðinu í 2-0.
Jordan Henderson kom Englendingum yfir á 38. mínútu leiksins með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Jude Bellingham.
Bellingham átti svo risastóran þátt í öðru marki Englands. Hann vann boltann á eigin vallarhelming, keyrði fram og kom boltanum inn fyrir á Phil Foden sem var snöggur að skila boltanum til hliðar á Kane.
Kane var kominn einn gegn Edouard Mendy og tók fasta spyrnu framhjá Mendy og í netið. Fyrsta markið staðreynd og England með annan fótinn í 8-liða úrslit.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Harry Kane skorar hér annað mark Englands rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Kane með sitt fyrsta mark á þessu HM pic.twitter.com/9GRcPJYuaw
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
Athugasemdir