Boltinn á norðurlandi byrjar að rúlla í kvöld,miðvikudagskvöld, þegar Kjarnafæðimótið árlega hefst með leik bikarmeistara KA og Þór2. Leikið verður í Boganum kl 18.00.
Líkt og undanfarin ár stendur Knattspyrnudómarafélag Norðurlands fyrir æfingamóti fyrir meistaraflokka karla og kvenna í knattspyrnu á norður og austurlandi. Mótið fer fram í Boganum, Greifavellinum, PCC vellinum á Húsavík og einn leikur verður leikinn á Austurlandi.
Kjarnfæði er styrktarðili mótsins eins og áður.
Spilað verður í fjórum riðlum og má finna tímasetningu leikja, stöður og úrslit á heimasíðu dómarafélagsins kdn.is
Liðin sem keppa í karladeild í ár eru:
Tindastóll
KF
Dalvík
KA (3 lið)
Þór (3 lið)
Hamrarnir
Magni
Völsungur
Höttur/Huginn
KFA
í kvennadeildinni eru svo eftirtalin lið:
Tindastóll
Þór/KA (2 lið)
Völsungur
FHL
Athugasemdir