Arsenal vinnur að því að fá Cunha - Van Dijk ekki ánægður með tilboðið - Rodri vill fá Williams til City
   mið 04. desember 2024 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Lærisveinar Freys töpuðu í vítakeppni
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í belgíska liðinu Kortrijk eru úr leik í belgíska bikarnum eftir að hafa tapað fyrir Antwerp eftir vítakeppni.

Antwerp er eitt af sterkustu liðum Belgíu og varð síðast deildarmeistari á síðasta ári á meðan Kortrijk hefur verið að berjast við botninn síðustu ár.

Kortrijk gerði vel að knýja fram framlengingu gegn Antwerp í kvöld og komast alla leið í vítakeppni en þar tapaði liðið 4-3 og datt því úr leik í bikarnum.

Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í hópnum hjá Kortrijk sem setur nú alla einbeitingu á að ná góðum árangri í deildinni.

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham sem vann 2-0 sigur á Stockport County í ensku C-deildinni. Alfons Sampsted var ekki með Birmingham í kvöld.

Birmingham er í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig, þremur stigum frá toppnum.

Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason voru ekki með Panathinaikos sem vann Atromitos, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum gríska bikarsins.

Hörður snýr ekki aftur á völlinn fyrr en í apríl á meðan Sverrir var hvíldur í þessum leik.
Athugasemdir
banner
banner